Spurt og svarað
1. Af hverju að velja Gdansk ?
Við erum með yfir 20 ára reynslu í tannlækningum. Hjá okkur færðu hágæða þjónustu.
2. Hvernig kemst ég til Gdansk ?
Það er beint flug 2-3 í viku til Gdansk og við sjáum um að skipuleggja ferðina og panta flugið.
3. Hvernig kemst ég til og frá flugvellinum að klínikinni ?
Bílstjórinn okkar sækir þig á flugvöllinn og keyrir þig á hótelið/klínikina.
4. Er einhver falinn kostnaður tengdur meðferðinni ?
Nei það er enginn auka kostnaður. Þú borgar bara fyrir meðferðina og sparar allt að 50- 70% miðað við kostnaðinn heima.
5. Er ábyrgð á meðferðinni ?
Við bjóðum upp á fulla ábyrgð á öllum okkar meðferðum.
6. Hvað tekur langan tíma að skipuleggja ferðina og meðferðina ?
Um leið og þú hefur samband við okkur getum við strax byrjað að skipuleggja meðferðina og dvölina þína í Gdansk.
7. Hvað tekur meðferðin langan tíma ?
Eftir fyrstu skoðunina er búið til meðferðarplan sem sýnir hversu lengi þú þarft að dvelja hjá okkur. Oftast tekur meðferðin 5-10 virka daga.

