Skip to main content

Tannlæknastofan Fedasz Dental var stofnuð 1995

Tannlæknastofan Fedasz Dental hóf starfsemi árið 1995 og er enn rekin af sama aðila og stofnaði hana. Stofan bíður upp á heildar tannlæknaþjónustu.

Ráðgjafaherbergin, tannsmíðastofa og hótelið eru staðsett innan sömu byggingar sem gerir meðferðina skilvirkari og þægilegri fyrir alla. Teymið okkar inniheldur hámenntaða, reynda og faglega starfsmenn sem veita bestu þjónustuna.

Skurðstofan og tannsmíðin eru búin nýjustu tækni. Allt þetta tryggir hátt gæðastig tannlæknaþjónustunnar.

Áður en meðferð lýkur er búið að margprófa og setja upp verkið með viðskiptavininum – Slík vinnubrögð er aðeins hægt að stunda hafi tannlæknastofa eigið tannsmíðaverkstæði innanhúss.

Svandís Halldórsdóttir er umboðsmaður Fedasz Dental Clinic í Búdapest og er eigandi þessa vefsvæðis – fallegartennur.is

Þúsundir nýjir skjólstæðingar

Þúsundir nýjir skjólstæðingar, alls staðar að úr heiminum leita til okkar á hverju ári. Ánægjubros þeirra sanna okkar gæði.

Hjá Fedasz Dental starfa reyndir tannlæknar, tannhreinsunarfræðingar og öflugt teymi aðstoðarfólks. Tannlæknar okkar eru sérhæfðir á öllum sviðum tannlækninga m.a. fegrunartannlækningum, tannígræðslum og skurðaðgerðum.

Meginstoðir Fedasz Dental er stór hópur viðskiptavina, strangar kröfur um menntun og reynslu og öflugt öryggis og gæðaeftirlit.

Tannlæknastofan er staðsett í úthverfi Búdapest, aðeins 20 mínútur frá miðbænum með lest frá stofunni.

Hár menntunarstaðall tryggir þér bestu tannlækna

Í ungverjalandi eru góðir tannlæknaháskólar sem eru vel þekktir um alla Evrópu fyrir öflugt vísindastarf og gæði menntunar. Það er ástæðan fyrir því hversu margir erlendir námsmenn sækja nám í læknavísindum til Ungverjalands.

Hár menntunarstaðall tryggir þér bestu tannlækna, tækni og meðferðarúrræði á einkareknum stofum.

Búdapest er höfuðborg Ungverjalands og þykir ein fallegasta borg í Evrópu. Má nefna einstaka staðsetning við Dóná, glæsilegur byggingarstíll, ljósadýrðin á ráðhúsinu á kvöldin, sögufrægt kaffihús frá aldamótunum 1800 -1890, fallegar kirkjubygginar t.d.    St. Stephen´s Basilica og baðhúsin.

Íslendingar aðstoða og leiðbeina í öllu ferlinu

Það getur verið erfið ákvörðun að leita sér þjónustu tannlæknis í ókunnu landi og ýmsar spurningar vakna. Þá er gott að hafa íslenska tengiliði á staðnum sem sjá um samskipti og fara yfir allt ferlið með þér.

Svandís Edda þekkir Búdapest mjög vel og er tilbúin að aðstoða þig eftir þörfum í gegnum allt ferlið frá því þú hefur samband og þar til meðferðinni lýkur.